Kálfatjörn Open – Maímót GVS !

Opna Skemmumótinu sem vera átti 1.maí hefur verið aflýst. Völlurinn er á floti, og hefði ekki þolað mótið. Auk þess er veðurspáin ekki góð fyrir 1, maí.
Hinsvegar hefur verið sett á nýtt mót 6.maí.
Kálfatjörn Open – Maímót GVS.
Opið er fyrir skráningu á Golf.is.
Frábær veðurspá fyrir 6 maí, allt að 20 stiga hiti !

 

Opna Texas Scramble Öryggismiðstöðin

Upplýsingar

Öryggismiðstöðin Opna Texas Scramble.

Laugardaginn 28 maí.

 

Leikið verður 2 manna Texas Scramble. Samanlögð grunnforgjöf er lögð saman og deilt í með 5. ATH. hæst gefin forgjöf getur ekki orðið hærri en sem nemur forgjö lægri keppanda.

 

Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin, Verðlaunin eru Öryggisvörur frá Öryggismiðstöð Íslands.

 

1. verðlaun 2 x Léttvatnsslökkvitæki að verðmæti samtals rúmar 20.000 kr.

 

2. verðlaun 2 x Sjúkrapúði að verðmæti rúmar 15.000 kr.

 

3. verðlaun 2 x Eldvarnarteppi og reykskinjari að verðmæti samtals cca 10.000 kr.

 

Mótsgjald er kr 4000 á hvern keppanda.

Opna Skemmumótið úrslit.

Fyrsta golfmóti sumarsinns lokið, Opna skemmumótið fór fram í dag 30 apríl í sæmilega góðu veðri. Þáttaka var með ágætum.
Vinningshafar voru,
1. sæti. Magnús Ríkharðsson GSG
2. sæti Gerða Kristín Hammer GS
3. sæti Jörundur Guðmundsson GVS
Næstur holu á 3 – 12 braut. Salvör Kristín Héðinsdóttir GO
Mótanefnd þakkar öllum fyrir þáttökuna.

BÆNDAGLÍMA 3. okt.

0110

Bóndi

Það er búið að opna fyrir skráningu í Bændaglímuna 3. okt.
Langtímaveðurspá Veðurklúbbs Dalvíkur, spáir góðu veðri.
Hvetjum félaga til að skrá sig tímanlega. Og nú mæta allir sem tveggja þumla vetlingi geta valdið.
NÚ VERÐUR FJÖR Á KÁLFTJÖRN !

Síðasta M.Mótið

Á morgun verður síðasta M mótið í sumar. Staða efstu sæta  fyrir síðasta mót hjá þeim sem hafa lokið 5 mótum er þessi

1. Reynir Ámundason               85 punktar

2. Jón Páll Sigurjónsson           83 punktar

3. Rúrik L.Birgisson                     82 punktar

mótanefnd

Opna kvennamót GVS 12. sept. 2015 !

Opna kvennamót GVS

rijGLgR4T
Fullt af glæsilegum verðlaunum.

Besta skor án forgjafar: Aðgangur í Bláa Lónið og 3ja rétta máltíð fyrir tvo,ásamt snyrtivörum frá ART DECO að verðmæti kr. 30.000

Verðlaun: Punktakeppni

1.   Experience comfort ásamt óvissuferð á Lava Restaurant fyrir tvo,ásamt snyrtivörum frá ART DECO að verðmæti kr. 30.000

2.   Snyrtivörur frá ART DECO að verðmæti kr. 20.000

3.   Snyrtivörur frá ART DECO að verðmæti kr. 15.000

4.   Snyrtivörur frá ART DECO að verðmæti kr. 10.000

14 .Snyrtivörur frá ART DECO að verðmæti kr. 10.000

28. Snyrtivörur frá ART DECO að verðmæti kr. 10.000

38. Snyrtivörur frá ART DECO að verðmæti kr 5.000

Dregið úr skorkortum: 3x  Experience Comfort fyrir tvo í Blaa Lónið

 

Nándarverðlaun á 8/17 holu: Experience Premium fyrir tvo.

Nándarverðlaun á 3/12 holu: Experience Premium fyrir tvo.

Súpa og léttar veitingar í boði eftir hringinn.

 

Mótanefnd áskilur sér rétt til að fresta eða aflýsa móti vegna veðurs eða þátttöku leysis.