Nýliðar !

Ágætu félagsmenn GVS

Minnum á miðvikudagskvöldið 26.05 kl. 19:30 mun Sigurður J. Hallbjörnsson varaformaður GVS verða með nýliðakynningu fyrir félagsmenn GVS.

Þessi kynning er fyrst og fremst hugsuð fyrir nýliða í Íþróttinni, sérstaklega þau sem gengu í klúbbinn 2020 og 2021 og eru með forgjöf 30+, en allir eru velkomnir. Kynningin er öllum að kostnaðarlausu.

Þau atriði sem farið verður yfir verða:

  • Kynning á GVS
  • Kynning á Kálfatjarnarvelli, umgengni og siðareglur
  • Skráning á rástíma í Golfbox

Með von um góða þátttöku

Sigurður J. Hallbjörnsson

Varaformaður GVS

Vinnukvöld GVS.

Vinnukvöld GVS.

Vinnukvöld verður haldið fimmtudagskvöldið 29 apríl.

Ýmis verkefni verða á boðstólum, svosem: • Tyrfing á teig og í gamla glompu. • Frágangur við teig. • Hreinsað timbur við skála og stígar undirbúnir. • Fyllt á glompur. Og önnur tilfallandi verkefni. Guðný verður svo með eitthvað létt að narta í.

Strefnt er að því að byrja um 17.00

Stjórnin.

Golfsumarið 2021 er hafið!

Það má með sanni segja að golfsumarið 2021 sé hafið. Nóg að gera á Kálfatjarnavelli þessa fyrstu daga sumars. Þá fara mótin að detta inn á dagatalið. Fyrsta Wendel-mótið í innanfélags mótaröðinni okkar verður haldið miðvikudaginn 5. maí. Skráningu í fyrsta mót líkur kl 20 þann 4. maí. Það er opið fyrir skráningu á Golfboxinu. Nú skrá sig allir og verða með í sem flestum mótum. 4 mót af þessum 7 sem verða í sumar telja til vinnings. Sjáumst hress á Wendel 5. maí!
Einnig hefur verið opnað fyrir skráningu í bikarkeppni GVS, skráningu í bikarkeppnina líkur 14. maí!