3. umferð Bikarkeppni GVS

Eftirtaldir leika saman og skal 3. umferð lokið fyrir 20. ágúst 2018.

Reynir Ámundason – Hallberg Svavarsson

Ríkharður Bragason – Guðmundur Brynjólfsson

Ingibjörg Þórðardóttir – Úlfar Gíslason

Mótanefnd

 

GVS verður með golf æfingar með leiðbeinanda fyrir kylfinga GVS þar sem farið verður yfir sveifluna og stutta spilið.

  1. Æfing mánud. 11.júní kl. 18-19:30 og 20-21:30
  2. Æfing fimmtud. 14.júní kl. 18-19:30 og 20-20:30
  3. Æfing mánud. 25.júní kl. 18-19:30 og 20-21:30

 

Allir velkomnir, og eru kylfingar hvattir til að nýta sér þetta fyrir golf sumarið.

 Hægt að skrá sig á lista hjá Kiddý í afgreiðslu skálans.

 

Íþróttanefnd GVS

Kálfatjörn Open 2018

Kálfatjörn Open

 

GVS heldur sitt fyrsta golfmót í ár 2018. Laugardaginn 28.apríl.

Kálfatjörn Open.

Glæsilegir vinningar eru fyrir 1.sæti í höggleik án  forgjafar, og 3 efstu sætin fyrir punkta með forgjöf.

Einnig verða veitt verðlaun fyrir næstur holu á braut 3/12 og 8/17

Opið er fyrir skráningu á Golf.is.

 

 

 

Masters 2018 í beinni ! Opið í Skála laugardag og sunnudag fyrir félagsmenn !

Opið verður í golfskála fyrir félagsmenn á laugardag  Masters í beinni kl 19.oo og sunnudag, Masters í beinni kl 18.00

Stjórnarmenn og þeir sem vilja hjálpa til að taka skálann í gegn, að þrífa og laga ýmislegt. mæting kl 16.00

Fólk má gjarnan taka með sér Hægindastól, Nei kanski þægilegan útilegustól eða samsvarandi, svo gætum við komið með snakk eða eitthvað til að maula á fram eftir kvöldi.

Útsendingu líkur um kl 23.30 á laugardag og kl 23.00 á sunnudag.

Allir félagsmenn velkomnir

Stjórnin.