Opið Háforgjafarmót GVS !

GVS heldur Opið  Háforgjafarmót fyrir bæði karla og konur á öllum aldri, sem hafa forgjöf 24 eða hærra hjá konum og 28 eða hærra hjá körlum.

 

Mórið er jafnt fyrir þá sem eru nýbyrjaðir í golfi, eða hafa verið að leika sér í golfi í mörg ár.

 

Mótið er 9 holu punktakeppni. aðeins verður spilað af rauðum teigum eða 43. Merktir (4).

 

Verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin. Gjafabréf í golfbúðina í Hafnarfirði, að verðmæti

 

 

    1. sæti 20.000 kr

 

    1. sæti 15.000 kr

 

    1. sæti 10.000 kr

 

 

Kanski bætast við aukaverðlaun, ef þáttaka verður góð.

 

Mótið verður haldið ef 40 + kylfingar verða skráðir kl 18.oo daginn fyrir mót.

Wendel mótaröðin 2017.

 

Wendel mótaröðin !
Annað mótið í Wendel mótaröðinni verður miðvikudaginn 24. maí.
 
Allir félagar í GVS hvattir til að taka þátt. alls verða 7 mót og aðeins 3 telja !
 
Opið er fyrir skráningu á Golf.is.
Munið að líka þarfað skrá sig á rástíma á leikdegi.

REK Mótaröð öldungamót.

REK mótaröðin !

Upplýsingar
REK mótaröðin hefst á Hólmsvelli í Leiru 27.maí 2017.

Mótaröðin er bæði einstaklingskeppni og klúbbakeppni. Mótaröðinni er skipt upp í 3 flokka
Konur 45 ára og eldri,
Karlar 50 til 64,
karlar 65 ára og eldri.
Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki á lokamótinu(3/4 móta telja).

Í liðakeppninni er keppt um farandbikar, REK BIKARINN. 6. efstu úr hverjum klúbbi telja.

Einnig er keppt um suðurnesjameistara í karlaflokki ( óháð aldri ) og kvennaflokki.

Veitt verða nándarverðlaun í hverju móti á 2 par 3 brautum.

Verðlaun fyrir næstur holu.

 

Verður 18 júní hjá GVS.

Í ágúst í Grindavík og byrjun sept lokamótið í Sandgerði.

Kálfatjörn Open – Maímót GVS !

Opna Skemmumótinu sem vera átti 1.maí hefur verið aflýst. Völlurinn er á floti, og hefði ekki þolað mótið. Auk þess er veðurspáin ekki góð fyrir 1, maí.
Hinsvegar hefur verið sett á nýtt mót 6.maí.
Kálfatjörn Open – Maímót GVS.
Opið er fyrir skráningu á Golf.is.
Frábær veðurspá fyrir 6 maí, allt að 20 stiga hiti !

 

Til allra félaga í GVS !

Ágæti félagsmaður GVS
Þriðjudagskvöldið 2. maí verður fræðslukvöld í golfskálanum kl. 19:30.
Þar munu dómarar klúbbsins fara yfir eftirfarandi golfreglur.
Regla 13, bolta leikið þar sem hann liggur
Regla 24, hindranir
Regla 25. óeðlilegt ástand vallar,sokkinn bolti og röng flöt
Regla 26, vatnstorfærur, þ.m.t. hliðarvatnstorfæra.
Einnig munum við svara fyrirspurnum frá þátttakendum.
Í lokin sýnikennsla í völdum atriðum eins og að taka lausn, láta bolta falla og fleira.
Vonumst til að sjá sem flesta

Vinnudagur á Kálfatjörn !

Félagar Nú gerum við völlin okkar kláran og fínan fyrir spennandi og gott golfsumar.

Því höldum við vinnudag, laugardaginn 22 apríl. Þeir hörðustu mæta kl 9.00

Allir hinir mæta á sama tíma !

Nóg að gera fyrir alla bæði konur og karla.

kveðja stjórnin.

Framboð til stjórnar GVS.

frambod-v-adalf-5-des_-2016-auglyst-eftir-1

 

Til allra félaga í GVS.

 

 

 

Kjörnefnd Golfklúbbs Vatnsleysustrandar (GVS) auglýsir eftir framboðum til stjórnar klúbbsins fyrir aðalfund hans sem verður haldinn mánudaginn 5. desember 2016 kl. 20:00 í golfskála GVS.

Um er að ræða framboð til formanns til eins árs; varaformanns, ritara og formanns aganefndar til tveggja ára. Þá er kosið um þrjá varamenn í stjórn og tvo skoðunarmenn reikninga og einn til vara, til eins árs.

Þeir sem gefa kost á sér til áframhaldandi setu eru: formaður, ritari,         form. aganefndar, tveir varamenn í stjórn, tveir skoðunarmenn reikninga og varamaður þeirra.
Frambjóðendur skulu vera félagsmenn í GVS. Framboð þurfa að berast kjörnefnd eigi síðar en 1.desember nk. kl. 14:00. Framboðum skal skila í tölvupósti á tölvupóstfangið  jon@vogar.is,  gvsgolf@gmail.com    eða albert.gudbrandsson@gmail.com

 

Kjörnefnd GVS

 

Albert Ómar Guðbrandsson

Húbert Ágústsson

Jón Ingi Baldvinsson