M-mót 3 Draumahringurinn

Golfklúbbur Vatnsleysustrandar (GVS)
3. júní 2015
Almennt
Kálfatjarnarvöllur
15.05.15 – 03.06.15
Ekki er hægt að greiða með Visa eða Mastercard við skráningu á netinu
Einn flokkur karla og kvenna : 1500 ISK     Skrá í mót
DSC_0003

Upplýsingar

M-mótaröðin telur 9 mót og telja 6 bestu. Mótaröðin er punktamót. Inn í mótaröðina fléttast Draumahringurinn sem virkar þannig að besta skor á hverja holu úr öllum spiluðum mótum hvers kylfings telja í Draumahringinn og verður verðlaunað fyrir besta skor bæði með og án forgjafar

Styrktarmótið fært yfir á sunnudag.

Styrktarmótið hefur verið fært yfir á sunnudag vegna leiðinda veðurs sem spáð er á laugardaginn. Samkvæmt spám á veður á sunnudag að vera rólegur vindur, skúrir og milt og gott veður. Kjörið golfveður. Rástímar halda sér frá laugardeginum. Lágmarksfjöldi er 30 manns.

 

Mótastjórn

Styrktarmót fyrir sveitir GVS

Styrktarmót fyrir sveitir GVS.

Laugardaginn 30 mai mun verða stórskemmtilegt styrktarmót fyrir sveitir GVS. Við höfum fengið til liðs við okkur frábær fyrirtæki sem hafa lagt okkur lið. Vinningar verða veittir fyrir fyrstu 3 sætin í höggleik. Fyrstu 3 sætin í punktakeppni auk þess verða veitt verðlaun fyrir flesta punkta í þremur efstu sætunum í kvennaflokki. Nándarverðlaun á 3 og 8 holu sem og verðlaun fyrir þá sem hafna í 9 og 12 sætinu. Púttkeppni verður í boði og verðlaun veitt fyrir fyrsta sætið. Ekki er hægt að vinna til verðlauna bæði fyrir punkta og höggleik.

10341422_240102689514274_4952655915190818386_n (1)

Verðlaun fyrir höggleik

1. Gisting og golf á Hamri Borgarnesi
2. Flugger málning + gjafabréf í bauhaus
3. Rönning + útilegusett frá Byko

Punktakeppni:

1. Veglegur vinningur frá Bláa lóninu
2. Gjafabréf frá Fjarðakaup + Rauðvín og hvítvín
3. Cintamani golfbolur + matur frá kjarnafæði

Konur punktar:

1. Cintamani bolur + skart frá Rósitu
2. Lúffur, regnhlíf og boltar frá Íslandsbanka. Skart frá Rósitu
3. BanKúnn restaurant fyrir 2. Skart frá Rósitu

7 sætið

Þurrsteikingarpanna

12 sætið.

Nammi frá Góu + vörur frá Kjarnafæði

Nándarverðlaun

3 hola – Út að borða fyrir 2 á Gamla pósthúsinu Vogum

8 hola – Út að borða fyrir 2 á Hamborgarafabrikkunni

Púttmót

Vinningur frá Rönning+vörur frá Kjarnafæði

Stórskemmtilegt mót framundan þar sem gleðin ræður ríkjum og völlurinn kominn í gott form þrátt fyrir kuldann síðustu vikur. Við vonumst til að sjá sem flesta 🙂

Þáttökugjald aðeins 3500 kr. Skráning fer fram á golf.is

Mótastjórn

M-mót 2 Draumahringurinn GVS 27.05.15

Miðvikudaginn 27 maí er annað M mótið . M-mótaröðin telur 9 mót og telja 6 bestu.  Mótaröðin er punktamót. Inn í mótaröðina fléttast Draumahringurinn, sem virkar þannig að besta skor á hverja holu úr öllum spiluðum mótum hvers kylfings telja í Draumahringinn. Verður verðlaunað fyrir besta skor bæði með og án forgjafar Skrá í mót.

Einnig má minna á REK mót í Sandgerði á fimmtudag.

og

Styrktar mót fyrir sveitir GVS vegna þáttöku í sveitakeppni GSÍ í sumar, á laugardag.

IMG_0019

REK mótaröðin hefst í Grindavík á morgun 20 maí !

 

0010558

Þá er komið að Mótaröð eldri kylfinga á Suðurnesjum. Það er bæði keppni á milli klúbbana sem og einstaklingskeppni.

Keppt verður í eftirtöldum flokkum:

Konur 45 ára og eldri
Karlar 50–64 ára
Karlar 65 ára og eldri

Hámarksforgjöf kvenna er 36

Hámarksforgjöf karla 28

Fyrsta mótið er hjá Golfklúbbi Grindavíkur (GG)
Dagsetning 20. maí 2015

Hvetjum GVS félaga til að mæta og taka þátt.

Styrktarmót fyrir sveitir GVS

Kálfatjarnarvöllur laugardaginn 16 maí 2015.

Styrktar mót fyrir sveitir GVS vegna þáttöku í sveitakeppni GSÍ í sumar.

Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni og 3 efstu sætin í höggleik.

Einnig verða verðlaun fyrir 9 og 12 sætin í punktakeppni.

Nándarverðlaun á par 3 holum.

Glæsileg verðlaun í boði

skráning á Golf.isDSC_0049

Skráning í Bikarkeppnina !

Ég vil minna á skráningu í bikarkeppnina á föstudag. Eingöngu er um skráningu að ræða. Við drögum svo menn saman og verður svo spiluð holukepnni með forgjöf með útsláttafyrikomulagi. Í fyrra vann Jón Páll með glæsilegri spilamennsku. Þetta er virkilega skemmtilegt fyrirkomulag þar sem allir eiga góða möguleika. Ég hvet alla félagsmenn GVS til að vera með

OPNA-SKEMMU MÓTIÐ Laugardag 9 maí 2015

Góð veðurspá fyrir Opna skemmumótið laugardag 9 maí.

 

12:00–18:00 Partly cloudy 0 mm Gentle breeze, 5 m/s from northGentle breeze, 5 m/s from north
18:00–00:00 Fair 0 mm Gentle breeze, 4 m/s from northwestGentle breeze, 4 m/s from northwest

OPNA-SKEMMU MÓTIÐ

Golfklúbbur Vatnsleysustrandar (GVS)
9. maí 2015
Kálfatjarnarvöllur Vatnsleisuströnd.
Ekki er hægt að greiða með Visa eða Mastercard við skráningu á netinu
Einn flokkur karla og kvenna : 3500 ISK
Sigurður Hallbjörnsson Skrá í mót

Upplýsingar

Styrktarmót vegna æfinga og vélaskemmu GVS. Skemman var reyst á síðasta ári og nú liggur fyrir að klára innviðina svo æfingar aðstaðan verði tilbúin fyrir næsta vetur.

Mótið er punkta mót og verða veitt verðlaun fyrir 6 efstu sætin.

Verðlauna pottur samanstendur af verðlaunum M.a. frá Fjarðarkaupum, Bláa Lóninu, golfbúðinni,Hamborgara Fabrikkunni , Gamla Pósthúsinu og fl