Golfsumarið 2021 er hafið!

Það má með sanni segja að golfsumarið 2021 sé hafið. Nóg að gera á Kálfatjarnavelli þessa fyrstu daga sumars. Þá fara mótin að detta inn á dagatalið. Fyrsta Wendel-mótið í innanfélags mótaröðinni okkar verður haldið miðvikudaginn 5. maí. Skráningu í fyrsta mót líkur kl 20 þann 4. maí. Það er opið fyrir skráningu á Golfboxinu. Nú skrá sig allir og verða með í sem flestum mótum. 4 mót af þessum 7 sem verða í sumar telja til vinnings. Sjáumst hress á Wendel 5. maí!
Einnig hefur verið opnað fyrir skráningu í bikarkeppni GVS, skráningu í bikarkeppnina líkur 14. maí!

Golfsumarið er framundan!

Jæja nú höfum við öll trú á því að góða veðrið sé á næsta leiti, og gott golfsumar sé framundan. Fríður flokkur félaga í GVS hefur að undanförnu lagað aðstöðuna fyrir utan skálan, sem sagt byggt nýjan og stórglæsilegan pall. Svo allir geti hvílt lúgin bein með hvítvínsglas í hendi, ( svo vitnað sé í Berglindi Festival ) eftir góðan golfhring á Kálfatjarnarvelli.

Vertíðarlok

Á laugardaginn síðastliðinn hélt GVS sína árlegu Bændaglímu. Þegar Bændaglíman er haldin. Þá er farið að líða að lokum golfvertíðarinnar það árið. Það er þó ekkert sem segir að ekki megi spila nokkra hringi í viðbót ef veður leyfir.

Á lokahófi sem fylgir í kjölfar Bændaglímunnar eru veitt verðlaun fyrir Bikarkeppni ársinns og Wendel mótaröðina.

Bikarmeistari GVS árið 2020 er Eymar Gíslason og Wendel meistari 2020 er Birgir Heiðar

Tvö lið kepptu á Bændaglímunni, bændur voru þeir Ómar Atlason og Birgir Heiðar.

Þannig fór að annað liðið vann, en hitt liðið vann ekki!

Stjórn og Mótanefnd þakka samveruna á árinu, og sjáumst öll hress að vori!

Íslandsmót golfklúbba í 2. deild

Íslandsmót golfklúbba í 2. deild kvenna fór fram hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar dagana 25. – 27. júlí.

Alls tóku 6 golfklúbbar þátt og var leikið í einum riðli.

Hver klúbbur lék fimm leiki í riðlakeppni og efsta liðið fagnaði deildarmeistaratitli í 2. deild kvenna.

Golfklúbbur Akureyrar fagnaði sigri í deildinni efstir hörkukeppni gegn Nesklúbbnum.

1. Golfklúbbur Akureyrar (GA)
2. Nesklúbburinn (NK)
3. Golfklúbbur Fjallabyggðar (GFB)
4. Golfklúbbur Selfoss (GOS)
5. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar
6. Golfklúbbur Grindavíkur
Því miður voru Grindvíkingar farnir heim, og er því ekki mynd af þeim hér.