Kálfatjörn Open – Maímót GVS !

Opna Skemmumótinu sem vera átti 1.maí hefur verið aflýst. Völlurinn er á floti, og hefði ekki þolað mótið. Auk þess er veðurspáin ekki góð fyrir 1, maí.
Hinsvegar hefur verið sett á nýtt mót 6.maí.
Kálfatjörn Open – Maímót GVS.
Opið er fyrir skráningu á Golf.is.
Frábær veðurspá fyrir 6 maí, allt að 20 stiga hiti !

 

Til allra félaga í GVS !

Ágæti félagsmaður GVS
Þriðjudagskvöldið 2. maí verður fræðslukvöld í golfskálanum kl. 19:30.
Þar munu dómarar klúbbsins fara yfir eftirfarandi golfreglur.
Regla 13, bolta leikið þar sem hann liggur
Regla 24, hindranir
Regla 25. óeðlilegt ástand vallar,sokkinn bolti og röng flöt
Regla 26, vatnstorfærur, þ.m.t. hliðarvatnstorfæra.
Einnig munum við svara fyrirspurnum frá þátttakendum.
Í lokin sýnikennsla í völdum atriðum eins og að taka lausn, láta bolta falla og fleira.
Vonumst til að sjá sem flesta

ÁTTU EFTIR AÐ GREIÐA FÉLAGSGJALDIÐ FYRIR 2017 ?

Nú styttist  í að völlurinn okkar á Kálfatjörn opni og því mikilvægt að klára að greiða félagsgjaldið fyrir árið 2017. Frá og með 1. maí n.k. verða þeir sem ekki hafa greitt félagsgjaldið gerðir óvirkir á golf.is sem þýðir að viðkomandi geta ekki tekið þátt í golfmótum né skráð sig á rástíma. Þeim félagsmönnum sem vilja notfæra sér aðra greiðslumöguleika er bent á að hafa samband við framkvæmdastjóra GVS Húbert í síma 424-6529 eða með tölvupósti á gvsgolf@gmail.com. Athugið Hægt er að greiða félagsgjaldið með greiðsluseðli sendum í heimabanka. Eins er hægt að greiða inn á reikning GVS k.t 530892-2559. og bankanr. 0542-26-011954 (vinsamlegast látið fylgja með í skýringu kennitölu sé þessi leið notuð)

 

Stjórnin.