REK Mótaröð öldungamót.

REK mótaröðin !

Upplýsingar
REK mótaröðin hefst á Hólmsvelli í Leiru 27.maí 2017.

Mótaröðin er bæði einstaklingskeppni og klúbbakeppni. Mótaröðinni er skipt upp í 3 flokka
Konur 45 ára og eldri,
Karlar 50 til 64,
karlar 65 ára og eldri.
Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki á lokamótinu(3/4 móta telja).

Í liðakeppninni er keppt um farandbikar, REK BIKARINN. 6. efstu úr hverjum klúbbi telja.

Einnig er keppt um suðurnesjameistara í karlaflokki ( óháð aldri ) og kvennaflokki.

Veitt verða nándarverðlaun í hverju móti á 2 par 3 brautum.

Verðlaun fyrir næstur holu.

 

Verður 18 júní hjá GVS.

Í ágúst í Grindavík og byrjun sept lokamótið í Sandgerði.

Úrslit í Kálfatjörn Open !

Úrslit:

 

Besta skor, Jón Hilmar Kristjánsson GM á 74 höggum.

 

1.sæti punktar, Ragnar Lárus Ólafsson GS 38 punktar.

 

2. sæti punktar, Jón Vilhelm Ákason GL 36 punktar.

 

3. sæti punktar, Friðrik Friðriksson GKG 35 punktar.

 

Næstur holu 3/12 Þorvarður Árni Þorvarðarson GK, 2,8 m.

 

Næstur holu 8/17 Birgir Arnar Birgisson GL 1,9 m.

 

Vinningshafar geta sótt vinninga í Golfskála GVS á milli kl. 14 og 21.

1. Wendelmótinu lokið.

Ágætu félagar. Fyrsta mótið í Wendel mótaröðinni fór fram í gær 3. maí.
Aðeins 12 golfarar mættu í mótið, Veður var kanski ekki öllum að skapi, ca 12 -14 m á sek, en það var hlítt og allir sem mættu kláruðu leik.
Sigurvegari fyrsta móts var Sigurdís Reynisdóttir, með sama punktafjölda og Úlfar Gíslason, en með fleiri punkta á síðustu holunum.
Þar sem þetta var aðeins fyrsta mótið af 7 gerum við ráð fyrir að mæting verði betri eftirleiðis.
Hlökkum til að sjá ykkur öll í næsta móti sem verður þann 24. maí.
Það er opið fyrir skráningu á golf.is.

Kálfatjörn Open – Maímót GVS !

Opna Skemmumótinu sem vera átti 1.maí hefur verið aflýst. Völlurinn er á floti, og hefði ekki þolað mótið. Auk þess er veðurspáin ekki góð fyrir 1, maí.
Hinsvegar hefur verið sett á nýtt mót 6.maí.
Kálfatjörn Open – Maímót GVS.
Opið er fyrir skráningu á Golf.is.
Frábær veðurspá fyrir 6 maí, allt að 20 stiga hiti !