Opna Skemmumótið úrslit

Þá er fyrsta móti sumarsins lokið og úrslit urðu þessi
1.sæti Úlfar Gíslason GO 41 PUNKTAR
2.sæti Sigurdís Reynisdóttir GVS 38 punktar
3.sæti Atle Vivas GK 37 punktar
4.sæti Rúrik Lyngberg Birgisson GVS 36 punktar
5.sæti Elís Rúnar Víglundsson GM 35 punktar
6. sæti Sigurður Ómar Ólafsson GKG 35 punktar

Við óskum vinnings höfum kærlega til hamingju og þeir sem ekki hafa fengið verðlaun afhent geta sótt þau í golfskála GVS.
Við þökkum öllum þeim kylfingum sem tóku þátt í mótinu kærlega fyrir þátttökuna og vonumst til að sjá þá í næstu mótum okkar.
Næstu mót eru Mót mót á fimmtudaginn 15.maí og Styrktarmót fyrir sveitir GVS laugardaginn 18.maí
Mótanefnd

OPNA-SKEMMU MÓTIÐ Laugardag 9 maí 2015

Góð veðurspá fyrir Opna skemmumótið laugardag 9 maí.

 

12:00–18:00 Partly cloudy 0 mm Gentle breeze, 5 m/s from northGentle breeze, 5 m/s from north
18:00–00:00 Fair 0 mm Gentle breeze, 4 m/s from northwestGentle breeze, 4 m/s from northwest

OPNA-SKEMMU MÓTIÐ

Golfklúbbur Vatnsleysustrandar (GVS)
9. maí 2015
Kálfatjarnarvöllur Vatnsleisuströnd.
Ekki er hægt að greiða með Visa eða Mastercard við skráningu á netinu
Einn flokkur karla og kvenna : 3500 ISK
Sigurður Hallbjörnsson Skrá í mót

Upplýsingar

Styrktarmót vegna æfinga og vélaskemmu GVS. Skemman var reyst á síðasta ári og nú liggur fyrir að klára innviðina svo æfingar aðstaðan verði tilbúin fyrir næsta vetur.

Mótið er punkta mót og verða veitt verðlaun fyrir 6 efstu sætin.

Verðlauna pottur samanstendur af verðlaunum M.a. frá Fjarðarkaupum, Bláa Lóninu, golfbúðinni,Hamborgara Fabrikkunni , Gamla Pósthúsinu og fl

OPNA-SKEMMU MÓTIÐ Styrktarmót

OPNA-SKEMMU MÓTIÐ

Golfklúbbur Vatnsleysustrandar (GVS)
9. maí 2015
Kálfatjarnarvöllur Vatnsleisuströnd.
Ekki er hægt að greiða með Visa eða Mastercard við skráningu á netinu
Einn flokkur karla og kvenna : 3500 ISK
Sigurður Hallbjörnsson Skrá í mót
 DJI00082-1024x576

Upplýsingar

Styrktarmót vegna æfinga og vélaskemmu GVS. Skemman var reyst á síðasta ári og nú liggur fyrir að klára innviðina svo æfingar aðstaðan verði tilbúin fyrir næsta vetur.

Mótið er punkta mót og verða veitt verðlaun fyrir 6 efstu sætin.

Verðlauna pottur samanstendur af verðlaunum M.a. frá Fjarðarkaupum, Bláa Lóninu, golfbúðinni,Hamborgara Fabrikkunni , Gamla Pósthúsinu og fl

 

Sumarið er að koma !

Nú ætla ég að blása til vinnudags 1 og 2 maí.

Veðurspá er ágæt og eitthvað hægt að gera.

Mæting kl 10.00 báða dagana

Verkefni.

  • Klára að klæða klósettveggi og ganga frá millilofti í áhaldahúsi.
  • Völtun á brautum.
  • Hreinsun tappa á flötum,ef við getum gatað.
  • Mála hæla,teigmerki og bekki.
  • Tiltekt og þrif í skála.

Ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

Boðið verður upp á pylsur og drykki.

 

 

Mbk. Húbert Ágústsson

Golfklúbbur Vatnsleysustrandar

Sími: 4246529/8214266

golfskali@simnet.is

www.gvsgolf.is

Dómaranámskeið.

Allir sem hafa áhuga endilega drífa sig,hvort sem menn taka próf eða ekki. Alltaf gott að fara í gegnum reglurnar.

Dómaranefnd GSÍ hefur ákveðið tímasetningar héraðsdómaranámskeiðs á þessu vori. Í ár er námskeiðið haldið nokkru fyrr en verið hefur undanfarin ár og hentar það vonandi betur þeim sem stefna á golfferð til útlanda í kringum páskana.

Nánar hér: Héraðsdómaranámskeið 2015 A

Aðalfundur

Aðalfundur Golfklúbbs Vatnsleysustrandar var haldinn í golfskála GVS síðastliðið mánudagskvöld. Á dagskrá fundarinns voru venjuleg aðalfundarstörf ásamt öðrum málum. Formaður fór yfir skýrslu stjórnar og gjaldkeri skýrði ársreikning. Gjaldskrá var samþykkt sem hér segir: http://gvsgolf.is/um-klubbinn/gjaldskra/

Kosið var í nýja stjórn og gáfu allir sitjandi stjórnarmenn kost á sér til áframhaldandi starfa nema fráfarandi formaður, Andrés Ágúst Guðmundsson. Við starfi hans tók Hilmar Egill Sveinbjörnsson.Einnig var kosinn sem annar maður í varastjórn Sigurður Gunnar Ragnarsson.IMG_8602

Andrés afhendir Hilmari Agli lyklavöldin.

Stjórn klúbbsins er sem hér segir:
Hilmar Egill Sveinbjörnsson                  Formaður                            844-6764
Jón Ingi Baldvinsson                                  Varaformaður                  691-1402

Jón Páll Sigurjónsson                                Gjaldkeri                             861-3954
Stefán Sveinsson                     FormaðurVallarnefndar                858-6482
Hallberg Svavarsson                   Formaður Mótanefndar          897-2462
Guðbjörn Ólafsson                 Formaður Forgjafanefndar         824-3819
Magnús Árnason                          Ritari                                                    696-1770
Þorvarður Bessi Einarsson                Varamaður

Sigurður Gunnar Ragnarsson          Varamaður

Sigurður J. Hallbjörnsson                   Varamaður

Stjórn og starfsmenn GVS vilja nota tækifærið og þakka Andrési fráfarandi formanni klúbbsins fyrir óeigingjarnt starf fyrir golfklúbbinn. Frá stofnun klúbbsins hefur hann verið í stjórn klúbbsins og gengt hinum ýmsu stjórnarstörfum ásamt því að vera drífandi kraftur í uppbyggingu klúbbsins.

Úrdráttur úr ársreikningi GVS 2014.

Kjörnefnd Golfklúbbs GVS

Kjörnefnd Golfklúbbs Vatnsleysustrandar (GVS)

Auglýsir eftir framboðum til stjórnar klúbbsins fyrir aðalfund hans sem verður haldinn mánudaginn 2. febrúar nk. kl. 20:00 í golfskála GVS.

Um er að ræða framboð til formanns GVS til eins árs, varaformanns, ritara og formanns vallarnefndar til tveggja ára og tveggja skoðunarmanna reikninga til eins árs. Þá er kosið um þrjá varamenn í stjórn til eins árs. Núverandi stjórnarmenn gefa kost á sér til áframhaldandi setu nema sitjandi formaður.
Frambjóðendur skulu vera félagsmenn í GVS. Framboð þurfa að berast kjörnefnd
eigi síðar en 29. janúar nk. kl. 14:00. Framboðum skal skila í tölvupósti á
tölvupóstfangið trausti@gardabaer.is, golfskali@simnet.is eða jon@vogar.is