Hola 3 Klöpp

vallarvisir_hola3

Við teiginn á klöpp er stórgrýtt hrúga, líklegast einhver hleðsla, við hestaslóð sem lá þarna fyrir löngu síðan og sést móta vel fyrir. Hestaslóðin lá upp með Hátúnshæðinni að sunnanverðu, við klöppina og þaðan inn eftir að Stefánsvörðu. Nú hefur breytt nýting á landi máð þessi ummerki að hluta.

Umsögn

Hola 3/12 Klöpp

Par 3  100 metrar

Stutt en alveg mögnuð par 3 hola sem lætur lítið yfir sér. Hætturnar leynast allt í kringum flötina og geta menn lent í töluverðu basli með þessa holu. Hraun er á milli teigs og flatar og mikill kargi  er fyrir aftan flöt ef kylfingar slá of langt.

Mikill halli er á flötinni og hallar hún á móti teighögginu, því geta menn átt erfitt pútt í vændum eftir á flöt er komið. Par er gott skor á þessari holu en með góðu upphafshöggi er möguleiki á fugli.