Hola 8 Móakot

vallarvisir_hola8

Þegar horft er af Móakotsbakka til sjávar er stórt lón út af kampinum sem heitir Búðarlón og grandarnir sitt hvoru megin við, þara vaxnir, Búðarlónsgrandinn Syðri og Búðarlónsgrandinn Nyrðri. Slegið er yfir Móakotstún, á flötina nálægt þar sem Kotagirðingar voru.

Umsögn

Hola 8/17 Móakot

Par 3  155 metrar

Nokkuð erfið par 3 hola sem hallar upp á við með flöt á tveimur stöllum og nokkrum halla  á móti innáhögginu. Flötin er varin með einni glompu vinstra megin fyrir framan flötina  og hól hægra megin. Hólar á brautinni mynda skemmtilegt landslag í brautina.

Eins og sagði þá er flötin á tveimur stöllum og hækkunin mikil. Töluverður halli er á flötinni og þó innáhögg sé gott er erfitt pútt eftir. Par er gott skor á þessa holu.